Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu neita sök Bjarki Ármannsson skrifar 17. júlí 2014 17:32 Óhuggulegt er um að lítast við brak vélarinnar. Nordicphotos/AFP Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu neita því að hafa skotið niður farþegaflugvélina MH17 sem hrapaði í austurhluta landsins á fjórða tímanum í dag. Miklir bardagar hafa geisað á landamærum Rússlands og Úkraínu milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarhreyfinga að undanförnu. Yfirvöld í Úkraínu sögðu fyrr í dag að vélin hafi verið skotin niður með flugskeytum af gerðinni Buk, sem lengi voru notuð af sovéska hernum. The Guardian greinir frá því að aðskilnaðarsinnar kenni aftur á móti úkraínskum hersveitum um árásina og segist ekki búa yfir flugskeytum sem gætu skotið niður flugvél í jafn mikilli hæð og MH17 var í. Ef flugvélin var skotin niður, er þetta í þriðja skiptið á örfáum dögum sem það gerist við landamærin en hinar tvær voru smáar herþotur úkraínska hersins. „Við útilokum ekki að þessi vél hafi líka verið skotin niður og við leggjum mikla áherslu á að úkraínski herinn hefur ekki ráðist gegn neinum skotmörkum í háloftunum,“ segir forseti Úkraínu, Pedró Porósjenkó. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vottar forsætisráðherra Malasíu samúð sína í tilkynningu sem gefin var út fyrir stuttu. Hann talar þar um hrap vélarinnar sem „slys.“ MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu neita því að hafa skotið niður farþegaflugvélina MH17 sem hrapaði í austurhluta landsins á fjórða tímanum í dag. Miklir bardagar hafa geisað á landamærum Rússlands og Úkraínu milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarhreyfinga að undanförnu. Yfirvöld í Úkraínu sögðu fyrr í dag að vélin hafi verið skotin niður með flugskeytum af gerðinni Buk, sem lengi voru notuð af sovéska hernum. The Guardian greinir frá því að aðskilnaðarsinnar kenni aftur á móti úkraínskum hersveitum um árásina og segist ekki búa yfir flugskeytum sem gætu skotið niður flugvél í jafn mikilli hæð og MH17 var í. Ef flugvélin var skotin niður, er þetta í þriðja skiptið á örfáum dögum sem það gerist við landamærin en hinar tvær voru smáar herþotur úkraínska hersins. „Við útilokum ekki að þessi vél hafi líka verið skotin niður og við leggjum mikla áherslu á að úkraínski herinn hefur ekki ráðist gegn neinum skotmörkum í háloftunum,“ segir forseti Úkraínu, Pedró Porósjenkó. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vottar forsætisráðherra Malasíu samúð sína í tilkynningu sem gefin var út fyrir stuttu. Hann talar þar um hrap vélarinnar sem „slys.“
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26