Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 16:58 Hér má sjá hvernig flugvélar forðast það að fljúga yfir austurhluta landsins. Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014 MH17 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014
MH17 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna