Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Bjarki Ármannsson skrifar 17. júlí 2014 16:55 239 manns hurfu sporlaust með flugvél Malaysia Airlines í mars síðastliðnum. Vísir/AP Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi. MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi.
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44