Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 21:44 VÍSIR/AFP Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.
Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00