Byrjað að flytja líkamsleifar frá Úkraínu til Hollands Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2014 14:13 Fyrstu sextán líkkisturnar bornar um borð í flugvél hollenska hersins með viðhöfn. Hollendingar heita því að bera kennsl á fólkið eins fljótt og verða má. vísir/afp Flutningar á jarðneskum leifum fólksins sem fórst með Malaysian flugvélinni í Úkraínu í síðustu viku hófust í morgun. Sextán líkkistur voru í morgun fluttar með viðhöfn og heiðursverði úkraínskra hermanna um borð í Herkules flugvél hollenska hersins á flugvellinum í Kharkiv í austurhluta Úkraínu. Flogið verður með kisturnar í Eindhoven í Hollandi þar sem unnið verður að því að bera kennsl á fólkið. Líkamsleifar um tvö hundruð farþega voru fluttar í kældum lestarvögnum frá vettvangi á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í gær. Hans Docter fulltrúi frá hollenska sendiráðinu í Kænugarði sagði í stuttu ávarpi á Kharkiv flugvelli í morgun að með þessum flutningum til Eindhoven hæfist ferðlalag hinna látnu heim á leið. Það yrði langt ferðalag og framundan væri sársaukafullt ferli við að bera kennsl á hina látnu. Hollensk stjórnvöld hétu því hins vegar að bera kennsl á fólkið eins fljótt og auðið væri og með virðingu fyrir mannlegri reisn þeirra sem létu lífið. Síðar í dag mun Herkules flugvél frá kanadíska flughernum fljúga með líkamsleifar fleiri farþega til Hollands. Volodymyr Groysman aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði við athöfnina í morgun að árásin á flugvélina hefði verið villmannslegt hryðjuverk sem framið hefði verið með hjálp Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að draga hina seku fyrir dóm. Rússar segja hins vegar að Petro Poroshenko forseti Úkraínu beri ábyrgð á örlögum flugvélarinnar og farþega hennar með því að neita að framlengja vopnahlé í átökunum við aðskilnaðarsinna og þvertaka fyrir að Rússar hafi sutt hernaðaraðgerðir þeirra. MH17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Flutningar á jarðneskum leifum fólksins sem fórst með Malaysian flugvélinni í Úkraínu í síðustu viku hófust í morgun. Sextán líkkistur voru í morgun fluttar með viðhöfn og heiðursverði úkraínskra hermanna um borð í Herkules flugvél hollenska hersins á flugvellinum í Kharkiv í austurhluta Úkraínu. Flogið verður með kisturnar í Eindhoven í Hollandi þar sem unnið verður að því að bera kennsl á fólkið. Líkamsleifar um tvö hundruð farþega voru fluttar í kældum lestarvögnum frá vettvangi á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í gær. Hans Docter fulltrúi frá hollenska sendiráðinu í Kænugarði sagði í stuttu ávarpi á Kharkiv flugvelli í morgun að með þessum flutningum til Eindhoven hæfist ferðlalag hinna látnu heim á leið. Það yrði langt ferðalag og framundan væri sársaukafullt ferli við að bera kennsl á hina látnu. Hollensk stjórnvöld hétu því hins vegar að bera kennsl á fólkið eins fljótt og auðið væri og með virðingu fyrir mannlegri reisn þeirra sem létu lífið. Síðar í dag mun Herkules flugvél frá kanadíska flughernum fljúga með líkamsleifar fleiri farþega til Hollands. Volodymyr Groysman aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði við athöfnina í morgun að árásin á flugvélina hefði verið villmannslegt hryðjuverk sem framið hefði verið með hjálp Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að draga hina seku fyrir dóm. Rússar segja hins vegar að Petro Poroshenko forseti Úkraínu beri ábyrgð á örlögum flugvélarinnar og farþega hennar með því að neita að framlengja vopnahlé í átökunum við aðskilnaðarsinna og þvertaka fyrir að Rússar hafi sutt hernaðaraðgerðir þeirra.
MH17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira