Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 11:10 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman í Brussel í morgun til að ræða hvort beita skuli Rússum hertari viðskiptaþvingunum. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius. MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius.
MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54
Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51
Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12