Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin yfir Oscar Pistorius sagði hann vera bugaðan eftir að hann drap kærustu sína Reevu Steenkamp. Þá hefði hann þegar gjaldið mikið fyrir það sálrænt séð og fjárhagslega.
Sálfræðingurinn Lore Hartzenberg sagði að Pistorius hafi misst konuna sem hann elskaði, orðspor sitt,vini, tekjur og sjálfsvirðingu sína. „Sumir af tímum okkar hafa eingöngu farið í það að Pistorius hefur grátið í örmum mínum,“ sagði hún.
Saksóknarinn sagði aftur á móti að hann gæti enn byggt líf sitt upp aftur og endurheimt ferilinn. Reeva Steenkamp væri þó dáin. „Við eigum kannski við bugaðan mann, en hann er enn á lífi.“
Verjendur hlauparans stungu upp á því að Pistorius yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Þess í stað yrði hann dæmdur í stofufangelsi og til samfélagsþjónustu. Það sagði saksóknarinn vera óviðeigandi og í raun væri það engin refsing.
Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í einhverja daga áður en dómarinn kveður upp úrskurð sinn um refsingu Pistorius.
Sálfræðingur segir Pistorius „bugaðan“

Tengdar fréttir

Refsing ákveðin í máli Pistoriusar
Suður afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætir enn á ný fyrir rétt í dag en hann var á dögunum sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi þegar hann skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra.

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi
Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Refsing Pistorius ákveðin 13. október
Oscar Pistorius laus gegn tryggingu til 13. október.

Ekki sannað að Pistorius hafi myrt Steenkamp að yfirlögðu ráði
Dómari í málinu segir Pistorius hafa reynst "mjög slæmt vitni“, reynt að koma sér hjá því að svara spurningum og ekki alltaf svarað spurningum sannleikanum samkvæmt.