Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira