Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 09:56 Hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var tekinn af lífi í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í Pakistan þann 2. maí 2011. Vísir/AFP Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira