Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2014 15:00 Meðal gagna í lekanum var söguþráður nýrrar myndar um James Bond. Vísir/AFP Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11
Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15
Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03
Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55
Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01