Alþingi í sama farið Kári Jónasson skrifar 13. mars 2014 07:00 Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar