Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júní 2014 07:00 Athil al-Nujaifi, héraðsstjórinn í Mosul er kominn til Arbil, höfuðborgar sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Hann ræddi við fjölmiðla þar í gær. nordicphotos/AFP Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamistar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í staðinn fyrir að standa vörð um borgirnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuðborg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lögreglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borgarar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnarmanna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virðist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgarinnar Abril, sem er höfuðstaður sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkomandi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borginni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, herinn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamistar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í staðinn fyrir að standa vörð um borgirnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuðborg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lögreglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borgarar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnarmanna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virðist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgarinnar Abril, sem er höfuðstaður sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkomandi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borginni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, herinn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira