Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins Brjánn Jónasson skrifar 30. júní 2014 00:01 Íraskir hermenn halda á lofti herteknum fána ISIS um 60 kílómetra norður af Bagdad. Fréttablaðið/AP Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri. Mið-Austurlönd Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira