Átök í Úkraínu tefja rannsókn á flugi MH17 Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 06:00 Þessir hollensku lögreglumenn voru staddir í Dónetsk-borg í austurhluta Úkraínu á sunnudag. Vegna átaka geta þeir ekki hafið rannsókn á hrapi MH17. Mynd/AP Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands. MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands.
MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53
Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35
Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12