Ákærður vegna ebólunnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2014 09:00 Thomas Eric Duncan á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið eiðsvarinn. vísir/afp Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið. Ebóla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið.
Ebóla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira