Áfengi í matvöruverslanir – skref aftur á bak? Þóra Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun