„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34
Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40
Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16