Erlent

Segjast hafa gert 56 loftárásir gegn ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Grimmilegt morð flugmanns frá Jórdaínu olli mikilli reiði í landinu.
Grimmilegt morð flugmanns frá Jórdaínu olli mikilli reiði í landinu. Vísir/EPA
Mansour al-Jabour, yfirmaður flughers Jórdaníu, segir að gerðar hafi verið 56 loftárásir gegn Íslamska ríkinu á síðustu dögum. Æðstu ráðamenn landsins segja að hefnd þeirra verði hörð. ISIS brenndu jórdanskan flugmann til bana og birtu myndband af því fyrir nokkrum dögum.

„Við náðum markmiði okkar. Að hefna fyrir Muath. Þetta er þó ekki endirinn, þetta er bara byrjunin,“ segir al-Jabour.

Embættismenn Jórdaníu hafa sagt að þeir muni eyða hryðjuverkasamtökunum.

Bandaríkin og bandamenn þeirra og þar á meðal Jórdanía, hafa gert loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi og Írak frá því í lok september í fyrra. Al-Jabour segir að alls hafi bandalagið farið í 5.500 flugferðir og þar á meðal 2.000 könnunarflug. Hann sagði flugher Jórdaníu hafa tekið þátt í 946 ferðum.

Þá sagði hann að um sjö þúsund vígamenn ISIS hefði verið felldir síðan loftárásirnar hófust.


Tengdar fréttir

Vilja eyða ISIS

Jórdanía hefur lýst yfir stríði gegn Íslamska ríkinu og segja að árásir þeirra muni halda áfram þar til samtökunum hafi verið útrýmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×