Erlent

Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Íslamska ríkið segir að bandaríska konan Kayla Jean Mueller, sem hefur verið í gíslingu hryðjuverkasamtakanna frá því í ágúst 2013, hafi fallið í loftárásum Jórdaníu. ISIS segja að enginn vígamaður hafi fallið í loftárásunum.

Fregnirnar hafa ekki fengist staðfestar, en samtökin birtu mynd af mjög skemmdu húsi með tilkynningunni, en enga mynd af konunni. Á vef Sky News kemur fram að mögulega sé um að ræða áróður frá ISIS vegna aukinna loftárása Jórdaníu.

Samkvæmt AP fréttaveitunni var Mueller, sem var 26 ára gömul, við hjálparstörf í Sýrlandi þegar hún var handsömuð af vígamönnum.

Eigi tilkynning ISIS við rök að styðjast er Mueller fjórði einstaklingurinn frá Bandaríkjunum sem deyr í haldi samtakanna. Fréttamennirnir James Foley og Steven Sotloff og hjálparstarfsmaðurinn Peter Kassig hafa verið teknir af lífi.


Tengdar fréttir

Vilja eyða ISIS

Jórdanía hefur lýst yfir stríði gegn Íslamska ríkinu og segja að árásir þeirra muni halda áfram þar til samtökunum hafi verið útrýmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×