Erlent

Biður um heimild fyrir landhernaði gegn ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Obama vill "takmarkaðan landhernað“ gegn ISIS.
Obama vill "takmarkaðan landhernað“ gegn ISIS. Vísir/EPA
Erlendir vígamenn streyma nú til Sýrlands og Írak til að ganga til liðs við Íslamska ríkið og aðra uppreisnarhópa. Talið er að allt að tuttugu þúsund menn hafi lagt land undir fót og þar á meðal 3.400 frá vestrænum ríkjum.

Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja þessar tölur vera áður óþekktar.

Þá hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beðið þingið um að heimila „takmarkaðan landhernað“ gegn Íslamska ríkinu til þriggja ára. Á vef CNN kemur fram að það sé í fyrsta sinn í þrettán ár sem forseti biður um slíka heimild.

Samkvæmt skjölum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum eru þessi tuttugu þúsund vígamenn frá 90 löndum. Þá er talið að margir þeirra muni reyna að komast aftur til heimalanda sinna til að fremja hryðjuverk þar.

Beiðnina má sjá hér á heimasíðu Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Segjast hafa gert 56 loftárásir gegn ISIS

„Við náðum markmiði okkar. Að hefna fyrir Muath. Þetta er þó ekki endirinn, þetta er bara byrjunin,“ segir yfirmaður flughers Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×