Erlent

Handtóku grunaða hryðjuverkamenn í Sidney

Mennirnir eru sagðir hafa verið með fána íslamska ríkisins í sínum fórum.
Mennirnir eru sagðir hafa verið með fána íslamska ríkisins í sínum fórum. Vísir/AP
Lögreglan í áströlsku borginni Sidney hefur handtekið og kært tvo menn sem sakaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás í borginni. Lítið hefur verið gefið út um málavöxtu en lögregla segir að á heimili mannanna, sem eru 24 og 25 ára gamlir, hafi fundist hnífur, fáni með merki Íslamska ríkisins, og myndbandsupptaka þar sem árás er lýst.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Ástralíu síðustu mánuði en þeir hafa tekið virkan þátt í árásum á bækistöðvar ISIS í Írak. Lögregla segir að litlu hafi mátt muna þar sem mennirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×