Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2015 23:15 Kayla Jean Mueller var rænt í Aleppo í ágúst 2013. Vísir/AFP Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15