Kveiktu í olíubrunnum nærri Tikrit Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2015 22:14 Sókn hersins gegn Tikrit, fæðingarstað Saddam Hussein, er stærsta aðgerð hersins gegn ISIS síðan samtökin hertóku stóran hluta Írak í sumar. Vísir/AP Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í fjölda olíubrunna nærri borginni Tikrit, sem íraski herinn situr nú um. Vitni segja að þeir hafi kveikt í brunnunum til að skýla sér gegn árás herþyrla. Sókn hersins gegn Tikrit, fæðingarstað Saddam Hussein, er stærsta aðgerð hersins gegn ISIS síðan samtökin hertóku stóran hluta Írak í sumar. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa brunnarnir verið stór tekjulind ISIS, þrátt fyrir að þeir hafi ekki búið yfir tæknikunnáttu til að nýta þá fyllilega. Áður en ISIS tók yfir svæðinu framleiddu brunnarnir um 2.500 tunnur af olíu á dag. Reuters segir að útkoma umsátursins um Tikrit muni skipta sköpum fyrir áframhald sóknar hersins. Hertaka borgarinnar væri fyrsta skrefið í að ná borginni Mosul, sem er önnur stærsta borg landsins. Hún hefur verið í haldi ISIS í um sjö mánuði. Þá hafa vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran tekið þátt í umsátrinu, en þeim er stýrt af írönskum hershöfðingja. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lýst yfir áhyggjum af því og segja Íran vera að taka yfir Írak. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Reyna að reka ISIS úr fæðingarborg Saddam Hussein Írakskir hermann ásamt hliðhollum vígahópum hafa ráðist á borgina Tikrit. 2. mars 2015 10:18 Íraksher sækir hart að Tikrit Um 28 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að Íraksher hóf sókn sína. 5. mars 2015 15:16 Írakski herinn hefur sókn gegn ISIS Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í dag að írakski herinn og fjölmargar sveitir sjíamúslíma hafi hafið sókn gegn vígasveitum ISIS í landinu. 1. mars 2015 23:22 Íbúar Tíkrit óttast átökin Íraski herinn hefur tekið höndum saman við bardagasveitir sjía-múslima um að ná Tíkrit aftur úr höndum Íslamska ríkisins. Hafa stuðning frá Bandaríkjunum. 3. mars 2015 07:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í fjölda olíubrunna nærri borginni Tikrit, sem íraski herinn situr nú um. Vitni segja að þeir hafi kveikt í brunnunum til að skýla sér gegn árás herþyrla. Sókn hersins gegn Tikrit, fæðingarstað Saddam Hussein, er stærsta aðgerð hersins gegn ISIS síðan samtökin hertóku stóran hluta Írak í sumar. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa brunnarnir verið stór tekjulind ISIS, þrátt fyrir að þeir hafi ekki búið yfir tæknikunnáttu til að nýta þá fyllilega. Áður en ISIS tók yfir svæðinu framleiddu brunnarnir um 2.500 tunnur af olíu á dag. Reuters segir að útkoma umsátursins um Tikrit muni skipta sköpum fyrir áframhald sóknar hersins. Hertaka borgarinnar væri fyrsta skrefið í að ná borginni Mosul, sem er önnur stærsta borg landsins. Hún hefur verið í haldi ISIS í um sjö mánuði. Þá hafa vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran tekið þátt í umsátrinu, en þeim er stýrt af írönskum hershöfðingja. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lýst yfir áhyggjum af því og segja Íran vera að taka yfir Írak.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Reyna að reka ISIS úr fæðingarborg Saddam Hussein Írakskir hermann ásamt hliðhollum vígahópum hafa ráðist á borgina Tikrit. 2. mars 2015 10:18 Íraksher sækir hart að Tikrit Um 28 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að Íraksher hóf sókn sína. 5. mars 2015 15:16 Írakski herinn hefur sókn gegn ISIS Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í dag að írakski herinn og fjölmargar sveitir sjíamúslíma hafi hafið sókn gegn vígasveitum ISIS í landinu. 1. mars 2015 23:22 Íbúar Tíkrit óttast átökin Íraski herinn hefur tekið höndum saman við bardagasveitir sjía-múslima um að ná Tíkrit aftur úr höndum Íslamska ríkisins. Hafa stuðning frá Bandaríkjunum. 3. mars 2015 07:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Reyna að reka ISIS úr fæðingarborg Saddam Hussein Írakskir hermann ásamt hliðhollum vígahópum hafa ráðist á borgina Tikrit. 2. mars 2015 10:18
Íraksher sækir hart að Tikrit Um 28 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að Íraksher hóf sókn sína. 5. mars 2015 15:16
Írakski herinn hefur sókn gegn ISIS Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í dag að írakski herinn og fjölmargar sveitir sjíamúslíma hafi hafið sókn gegn vígasveitum ISIS í landinu. 1. mars 2015 23:22
Íbúar Tíkrit óttast átökin Íraski herinn hefur tekið höndum saman við bardagasveitir sjía-múslima um að ná Tíkrit aftur úr höndum Íslamska ríkisins. Hafa stuðning frá Bandaríkjunum. 3. mars 2015 07:45