Lögreglan í Ástralíu segist hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás sem skipulögð var á minningarhátíð í tengslum við fyrri heimstyrjöldina. Fimm voru handteknir, þar af tveir átján ára piltar sem taldir eru tengjast hryðjuverkahóp.
Í frétt BBC segir að mennirnir hafi skipulagt árásina í Melbourne í næstu viku og að lögregla hafi verið skotmark þeirra.
Yfirvöld í Ástralíu leiða líkur á að hópurinn hafi verið undir áhrifum eða haft einhver tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Búið er að ákæra einn mannanna sem leiddur var fyrir dómara í morgun fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Annar á yfir höfði sér ákæru. Hinir tveir hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa tekið þátt í skipulagningunni og fyrir ólögleg vopn.
Komu í veg fyrir hryðjuverk í Ástralíu
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
