Að minnsta kosti 33 létust og hundrað særðust í sjálfsmorðsárás í Jalalabad í Afganistan í dag. Börn voru á meðal hinna látnu.
Enginn hefur lýst verknaðnum á hendur sér en talíbanar hafa fullyrt að hafa ekki átt aðild að árásinni.
Í frétt BBC segir að árásin hafi átt sér stað fyrir utan banka í borginni þangað sem embættismenn og hermenn sækja launin sín.
Þrjátíu létust í sjálfsmorðsárás
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
