Erlent

Enn einn táningurinn látinn taka fanga ISIS af lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin hafa birt myndband af táningi myrða meinta njósnara.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin hafa birt myndband af táningi myrða meinta njósnara.
Íslamska ríkið birti um helgina myndband af táningi taka meintan njósnara af lífi í Írak. Drengurinn segist tilheyra svokölluðum Húnum kalífadæmisins, en það er hópur ungra drengja sem ISIS hafa þjálfað til stríðs.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin hafa birt myndband af táningi myrða meinta njósnara.

Sjá einnig: ISIS lætur ungan dreng taka tvo menn af lífi.

Í myndbandinu, sem er fagmannlega klippt og virðist einnig vera leikstýrt, sést hvernig maðurinn sem sagður er vera njósnari er yfirheyrður og viðurkennir brot sín gegn kalífadæminu. Hann er sagður hafa njósnað um ISIS fyrir öryggissveitir Írak.

Undir lokin segir hann öllum þeim sem njósna fyrir yfirvöld í Bagdad að gefast upp og að ríkisstjórn Írak sé misheppnuð. Hann biður þá um að ganga til liðs við ISIS. Að því loknu er maðurinn keyrður inn í vöruskemmu þar sem táningurinn er að hlaða skammbyssu sína.

Þar þvingar drengurinn manninn niður á hné sín og hótar Evrópu, Rússlandi og Bandaríkjunum. Hann skýtur svo manninn margsinnis í höfuðið.

Hryðjuverkasamtökin birta myndbönd sín iðulega á samfélagsmiðlum og myndaveitum þar sem þeim er yfirleitt hent mjög fljótt út. Þrátt fyrir það eru margar vefsíður þar sem ekki er fylgst með innihaldi myndbanda og þar fá myndböndin að liggja fyrir allra augum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×