Ráðherra sagður magalenda í húsnæðismálunum: Eygló neitar að draga frumvörpin til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. maí 2015 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir það rangt að frumvörp hennar hafi verið dregin til baka. Vísir/Ernir Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg. Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur undanfarnar sjö vikur haft til umsagnar frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um húsnæðisbætur og um stofnframlög vegna félagslegra íbúða. Ráðuneytið lýsti því síðan óvænt yfir í gær að frumvörpin hefðu verið dregin til baka. Eygló brást skjótt við og sagði þetta rangt. Hún segir að fjármálaráðuneytið hefði vissulega óskað eftir því að hún drægi frumvörpin til baka en hún hefði ekki orðið við því. Hún útilokar ekki að gera breytingar á frumvarpinu í tengslum við kjaraviðræður og koma til móts við þær breytingar sem fulltrúar launþega þeir vilji gera en þar sé einkum horft til fólks með lægstu launin.. Að öðrum kosti verði þau lögð fram óbreytt og því sé mikilvægt að ljúka við kostnaðargreininguna í ráðuneytinu.Kosningaloforð orðin skiptimyntHávær orðrómur hefur verið um ágreining milli stjórnarflokkanna og fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað veita málunum brautargengi. Mikla athygli vakti þegar ráðherra sendi orkustangir í fjármálaráðuneytið til að flýta fyrir kostnaðargreiningu. „Ég hef einfaldlega óskað eftir því að ráðuneytið kostnaðarmeti þessi frumvörp, síðan mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Vonandi fá þau brautargengi þar og síðan í þinginu,“ segir Eygló. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra sé að magalenda í húsnæðismálunum. Hún hafi notað mikinn tíma, sinn eigin og fjölda annarra, til að móta stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem nú sé komið í ljós að ríkisstjórnin styðji ekki. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með kosningaloforð Framsóknarflokksins og ætlar að nota þau sem skiptimynt í kjaraviðræðum og ætlar að hafa það eftir sínu höfði hver niðurstaðan verður,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira