Umboðsmaður vill að innanríkisráðuneytið skoði kvörtun flugfarþega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. maí 2015 16:50 Flugfarþegi ósáttur við umfjöllun Samgöngustofu um kvörtun vegna flugfélags. Vísir/Getty Images/Valli Umboðsmaður Alþingis vill að innanríkisráðuneytið taki til umfjöllunar stjórnsýslukæru sem óánægður flugfarþegi sendi ráðuneytinu vegna umfjöllunar Samgöngustofu á kvörtun sinni. Þetta kemur fram í áliti á vef umboðsmanns. Maðurinn kvartaði upphaflega til Samgöngustofu yfir flugfélagi sem ekki virti bókun hans og eiginkonu hans á ákveðnum sætum í flugvél sem þau fóru með. Samgöngustofa svaraði kvörtun mannsins á þann veg að stofnunin hefði skilning á þeim óþægindum sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins en að ekki væri séð að flugfélagið hefði brotið gegn lögum um loftferðir. Maðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og sendi í kjölfarið tölvupóst til innanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni: „Kærubréf á ákvörðun og niðurstöðu Samgöngustofu.“ Ráðuneytið taldi ekkert í bréfi mannsins benda til þess að Samgöngustofa hafi afgreitt erindi mannsins með óeðlilegum hætti og fjallaði ekki frekar um málið. Umboðsmaður telur að erindi mannsins hafi ekki endaði í réttum farvegi samkvæmt lögum. Jafnframt telur umboðsmaður að Samgöngustofa hafi ekki verið nógu skýr um í hvaða farveg kvörtun mannsins var lögð. Samgöngustofu var sérstaklega kynnt álitið og mældist umboðsmaður til þess að stofnunin gæti framvegis betur að úrlausn um kvartanir flugfarþega séu skýrar og gætt sé að veittar séu leiðbeiningar samkvæmt stjórnsýslulögum. Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að innanríkisráðuneytið taki til umfjöllunar stjórnsýslukæru sem óánægður flugfarþegi sendi ráðuneytinu vegna umfjöllunar Samgöngustofu á kvörtun sinni. Þetta kemur fram í áliti á vef umboðsmanns. Maðurinn kvartaði upphaflega til Samgöngustofu yfir flugfélagi sem ekki virti bókun hans og eiginkonu hans á ákveðnum sætum í flugvél sem þau fóru með. Samgöngustofa svaraði kvörtun mannsins á þann veg að stofnunin hefði skilning á þeim óþægindum sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins en að ekki væri séð að flugfélagið hefði brotið gegn lögum um loftferðir. Maðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og sendi í kjölfarið tölvupóst til innanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni: „Kærubréf á ákvörðun og niðurstöðu Samgöngustofu.“ Ráðuneytið taldi ekkert í bréfi mannsins benda til þess að Samgöngustofa hafi afgreitt erindi mannsins með óeðlilegum hætti og fjallaði ekki frekar um málið. Umboðsmaður telur að erindi mannsins hafi ekki endaði í réttum farvegi samkvæmt lögum. Jafnframt telur umboðsmaður að Samgöngustofa hafi ekki verið nógu skýr um í hvaða farveg kvörtun mannsins var lögð. Samgöngustofu var sérstaklega kynnt álitið og mældist umboðsmaður til þess að stofnunin gæti framvegis betur að úrlausn um kvartanir flugfarþega séu skýrar og gætt sé að veittar séu leiðbeiningar samkvæmt stjórnsýslulögum.
Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira