Erlent

Næst æðsti leiðtogi ISIS drepinn í loftárás

Atli Ísleifsson skrifar
Abu Alaa al-Afri.
Abu Alaa al-Afri. Vísir/Wikipedia
Talsmaður írakskra yfirvalda staðfestir að næst æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi verið drepinn í loftárás Bandaríkjahers.

Abu Alaa al-Afri, eða Abdul Rahman Mustafa Mohammed eins og hann heitir í raun, lést í loftárás á mosku í Tal Afar vestur af Mosul.

Í frétt BBC segir að tugir liðsmanna ISIS hafi einnig látist í árásinni.

Óstaðfestar fréttir herma að Abu Alaa al-Afri hafi tímabundið leitt starfsemi ISIS í Írak að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×