RÚV vinnur að stofnun Rásar 3 Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2015 13:30 Samkvæmt heimildum er stefnt að fyrstu útsendingu Rásar 3 í júní næstkomandi. Vísir/GVA Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3. Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3.
Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira