„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2015 15:44 Benedikt Jóhannesson er einn af þeim sem stendur að stofnun nýja flokksins. Vísir/GVA „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér. Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér.
Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira