Forstjóri ÁTVR áhyggjufullur: „Mörgum líður ekki vel“ ingvar haraldsson skrifar 4. júní 2015 10:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að sér hafi liðið eins og þriðja flokks borgara vegna umræðunnar um stofnunina í vetur. vísir/gva „Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar. Alþingi Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
„Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar.
Alþingi Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira