Utanríkisráðherra fjarverandi í fyrirspurnatíma: „Ráðherrar kannski komnir í andlegt sumarfrí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2015 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum. Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum.
Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira