Erlent

Mannskæð bílasprengjuárás í höfuðborg Jemens

Bjarki Ármannsson skrifar
Uppreisnarmaður í Sanaa.
Uppreisnarmaður í Sanaa. Vísir/AFP
Ekki er víst hversu margir liggja í valnum eftir að bílasprengja sprakk í Sanaa, höfuðborg Jemens, fyrr í kvöld. Blóðug átök hafa geisað í landinu undanfarna mánuði þar sem uppreisnarmenn úr röðum Sjía-múslima, svonefndir Hútar, hafa barist við sveitir hliðhollar fyrrverandi forseta landsins, Abdrabbú Mansúr Hadifor.

Samkvæmt BBC hafa liðsmenn ISIS birt skilaboð á netinu þar sem þeir segja að samtök hliðholl sér beri ábyrgð á árásinni. Fréttaveitan AP segir að skotmark árásarinnar hafi verið heimili nokkurra helstu leiðtoga Hútanna en Reuters segir að gestir í jarðaför hafi fallið í sprengingunni.

Hútarnir lýstu því yfir í dag að þeim hefði tekist að senda eldflaug yfir landamærin við Sádi-Arabíu á herstöð þar í landi. Ef rétt reynist, er það í annað sinn sem uppreisnarmennirnir reyna slíkt frá því að átökin í Jemen hófust en fjölmargir Jemenar hafa fallið í loftárásum Sáda sem hófust í mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×