Erlent

CNN fjarlægir fréttainnslag um meintan ISIS fána við gleðigöngu

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot af fréttainnslagi CNN.
Skjáskot af fréttainnslagi CNN.
Bandaríska fréttastofan CNN hefur fjarlægt fréttainnslag af vefsíðu sinni þar sem greint var frá því að karlmaður hefði veifað fána ISIS-hryðjuverkasamtakanna við Gay Pride-göngu í Lundúnum í Bretlandi.

Fáninn reyndist vera skopstæling á fána ISIS þar sem notast var við teikningar af ýmiskonar hjálpartækjum ástarlífsins til að líkja eftir honum. „Ég virðist vera eina manneskjan sem hefur tekið eftir þessu, og það virðist enginn gefa þessu gaum,“ sagði fréttamaður CNN, Lucy Pawle, þegar hún lýsti því sem fyrir augum hennar bar.

Hún sagði manninn sem bar fánann hafa skorið sig úr fjöldanum því hann hafi verið í svarthvítum klæðnaði í gleðigöngu. Þegar hún lýsti fánanum nánar sagði hún: „Þetta er augljóslega ekki arabíska, þetta virðist vera eitthvað bull,“ sagði Pawle og hafði vissulega rétt fyrir sér þegar hún benti á að fáninn væri léleg eftirlíking af ISIS-fánanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×