Erlent

Obama segir herafla ekki nóg gegn ISIS

Birgir Olgeirsson skrifar
Barack Obama við kynningu á áætlun Bandaríkjanna gegn ISIS.
Barack Obama við kynningu á áætlun Bandaríkjanna gegn ISIS. Vísir/Getty
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag áætlun Bandaríkjanna sem miðast að því að knésetja ISIS-samtökin. Obama kynnti þessa áætlun eftir að hafa fundað með háttsettum embættismönnum innan Bandaríkjahers í Pentagon en hann lagði áherslu á að svara áróðursstríði ISIS-samtakanna og stuðla að þjálfun uppreisnarmanna.

„Við munu viðhalda loftárásum okkar gegn bækistöðvum þeirra í Sýrlandi. Þeim verður beint að olíu- og gasvinnslu sem er notuð til að fjármagna starfsemi þeirra.“

Hann varaði við því að samtökin yrðu ekki yfirbuguð auðveldlega og sagði þörf á samvinnu andstæðra fylkinga sem hingað til hafa verið hikandi við að leggja til atlögu gegn ISIS-samtökunum.

„Þetta mun ekki gerast á skömmum tíma. Þetta verður langt ferli. Samtökin eru fljót að aðlagast og það mun taka tíma að hrekja þau á flótta. Það verður að gerast með heimamönnum sem njóta aðstoðar okkar í formi þjálfunar og loftárása.“

Hann sagði ljóst að þessi barátta yrði ekki unnin með herafla. Það þurfi einnig að vinna bug á þeim aðstæðum sem sköpuðust, bæði pólitískum og efnahagslegum, sem urðu til þess að samtökin náðu að dafna. „Við þurfum að tryggja að þegar við hrekjum samtökin á brott þá munum við fylla það skarð sem þau skilja eftir sig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×