Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2015 11:45 Komið hefur til átaka milli mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar vegna fjöldahandtöku yfirvalda. Vísir/AFP Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23
Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00