Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2015 15:06 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35