Erlent

Clinton gert að afhenda tölvupóstsnetþjón

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hillary Clinton vill verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2016.
Hillary Clinton vill verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2016. Vísir/AFP
Hillary Clinton hefur samþykkt að afhenda bandarísku alríkislögreglunni sinn persónulega tölvupóstsnetþjón, sem hún notaði þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tölvupóstssamskipti embættismanna í Bandaríkjunum eru talin opinber eign og hefur Clinton verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa notað sinn eigin tölvupóst í slíkum samskiptum.

Gagnrýnendur saka hana um að hafa reynt að komast hjá opinberu eftirliti sem og að netþjónninn sem hún notaði hafi ekki verið nægilega öruggur. Áður hefur Clinton afhent lögreglu fjölda tölvupósta, en aldrei netþjóninn sjálfan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×