Laith og fjölskylda hans komin til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2015 08:31 Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá grísku eyjunni Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Mynd/Daniel Etter/Europa says Oxi Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith. Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira