Kína sýndi mátt sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 11:45 Fjölmargir fylgdust með skrúðgöngunni á Tiananmen torgi í Peking. Vísir/EPA Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna. Suður-Kínahaf Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna.
Suður-Kínahaf Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira