Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 12:32 Flóttamannabúðirnar í Mytilini eru orðnar yfirfullar. Vísir/AFP 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin. Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin.
Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira