Erlent

Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundi öryggisráðs Rússlands.
Frá fundi öryggisráðs Rússlands. Vísir/AFP
Efra þing rússnesku Dúmunnar hefur veitt Vladimir Putin, forseta Rússlands, leyfi til hernaðaraðgerða í Sýrlandi. Rússar hafa komið fyrir rúmlega 30 orrustuþotum í Sýrlandi auk skriðdreka, loftvarna og hermanna.

Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Ekki liggur fyrir hvort að Rússar ætli sér einnig að gera loftárásir á hófsama uppreisnarhópa sem berjast gegn Assad.

Beiðni forsetans var samþykkt einróma af 162 þingmönnum, samkvæmt TASS fréttaveitunni í Rússlandi. Síðast þegar Putin bað um leyfi þingsins var þegar Rússar innlimuðu Krímskaga í mars í fyrra.

Samkvæmt Bloomberg höfðu stjórnvöld Rússlands samið beiðni í síðasta mánuði um að tvö þúsund manns úr flughernum yrðu sendir til Sýrlands. Hún var þó ekki lögð fram strax.


Tengdar fréttir

Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu

Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×