Stjórnarherinn gerir gagnárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 12:30 Rússneskir hermenn undirbúa herþotu fyrir árásir. Vísir/EPA Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon. Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira