Stjórnarherinn gerir gagnárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 12:30 Rússneskir hermenn undirbúa herþotu fyrir árásir. Vísir/EPA Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira