Handtekinn með teikningu af kjarnorkusprengju Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 11:00 Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani. Moldóva Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani.
Moldóva Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira