Erlent

Rússar gera loftárásir á Palmyra

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-liðar náðu Palmyra á sitt vald í maí síðastliðinn.
ISIS-liðar náðu Palmyra á sitt vald í maí síðastliðinn. Vísir/AFP
Rússneskar orrustuþotur hafa gert loftárásir á sýrlensku borgina Palmyra sem vígasveitir ISIS hafa ráðið yfir síðustu mánuði.

Sýrlenskir fjölmiðlar greina frá því að tuttugu farartæki og þrjár vopnageymslur hafi eyðilagst í árásinni í Palmyra. Þá á Rússlandsher einnig að hafa gert árásir á skotmörk nærri borgunum Al-Bab og Deit Hafer í Aleppohéraði, austur af flugvelli sem ISIS-liðar ráða yfir.

Þetta eru fyrstu árásir Rússa á Palmyru, en liðsmenn ISIS náðu borginni á sitt vald í maí síðastliðinn og hafa eyðilagt fornminjar með því að sprengja þær í sundur, nú síðast tvö þúsund ára gamlan sigurboga.

Vesturveldin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárásir liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi og þrýst á þá að einblína á vígasveitir ISIS.


Tengdar fréttir

Aukin spenna yfir Sýrlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×