Erlent

Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa. Vísir/EPA
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnar ásökunum um að loftárásir Rússa í Sýrlandi væru ætlaðar til að styrkja stöðu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Hann segir Rússa gera loftárásir á sömu hópa og Bandaríkinn og bandamenn hafa gert loftárásir á.

Lavrov sagði á fundi í Sameinuðu þjóðunum að Rússland væri að gera árásir á ISIS og aðra hópa, þar á meðal Jabhat al-Nusra, hóp sem er í tengslum við hryðjuverkasamtökin Al-Queada. Rússar héldu áfram í dag loftárásum sínum í Sýrlandi sem hófust í gær.

Rússnesk yfirvöld segjast vera að bregðast við beiðni sýrlenskra yfirvalda um að berjast gegn ISIS sem hefur náð valdi á landssvæðum í Sýrlandi og Írak. Bandarísk yfirvöld óttast að rússneskar loftárásir beinist aðallega gegn andstæðingum Assad og ríkisstjórnar Sýrlands.


Tengdar fréttir

Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi

Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×