Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 21:14 Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44