Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2015 10:45 Sanders og Clinton áttu sviðið í gær. Vísir/Getty Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00