Erlent

Segjast hafa hæft bílalest leiðtoga ISIS í loftárás

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki er vitað hvort Abu Bakr al-Baghdadi sé lífs eða liðinn.
Ekki er vitað hvort Abu Bakr al-Baghdadi sé lífs eða liðinn. Vísir/EPA
Loftárás íraska hersins hæfði bílalest Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, fyrr í dag.

Þetta segir í tilkynningu frá hernum. Þess er ekki getið í tilkynningunni hvort leiðtogi hryðjuverkasamtakanna hafi lifað árásina af eður ei.

Al-Baghdadi og fylgdarlið hans var á leið til borgarinnar Karabla til að funda með háttsettum meðlimum samtakanna, að því er segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Aukin spenna yfir Sýrlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×